lock search attention facebook home linkedin twittter

14 jan 2019

Þrír hefja störf hjá Capacent

Þrír nýjir starfsmenn hófu nýverið störf hjá Capacent. Þeir eru Guðmundur Árni Árnason, Sigurjón Þórðarson og Örn Sólmundsson.

Guðmundur Árni Árnason mun sinna ráðgjafaverkefnum á sviði viðskiptagreindar, rekstrar og stafrænna umskipta. Sérsvið Guðmundar er rekstrarráðgjöf með áherslu á ferlastjórnun, veltufjárgreiningu, vörustjórnun, stjórnendaupplýsingar og verkefnastjórnun. Guðmundur starfaði hjá Capacent á árunum 2008-2014 en áður en hann snéri til baka starfaði hann um tíma sem deildarstjóri innkaupadeildar Distica.

Hér má sjá frekari upplýsingar um Guðmund.

Sigurjón Þórðarson mun koma að ráðgjafaverkefnum á sviði stefnumótunar, liðsheildar og stjórnendaþjálfunar. Sigurjón hefur einnig áður starfað hjá Capacent en hann hefur undanfarin 13 ár starfað við stjórnunarráðgjöf. Sem stjórnunarráðgjafi hefur hann lagt sérstaka áherslu á samskipti, liðsheild og leiðtogahæfni. Þá hefur hann unnið með mörgum vinnustöðum í stefnumótun og í umbótastarfi.

Hér má sjá frekari upplýsingar um Sigurjón.

Örn Arnar Sólmundsson hefur viðamikla reynslu af hönnun og þróun upplýsingakerfa og hefur einnig verið Scrum Master í mörgum Agile hugbúnaðarteymum. Hans sérsvið verður hugbúnaðarþróun viðskiptagreindarlausna og ráðgjöf tengd agile verkefnastjórnun. Áður hefur Örn m.a. starfað sem forritari og Scrum Master hjá bæði Korta og sjónvarpsþróun Símans.

Hér má sjá frekari upplýsingar um Örn.