lock search attention facebook home linkedin twittter

16 okt 2019

Nýtt starfs­fólk til Capacent

Á undanförnum vikum höfum við hjá Capacent bætt góðu fólki við okkar hóp. Hér að neðan má lesa enn frekar um þá aðila.

Tilkynningar

Brynjólfur Eyjólfsson

Brynjólfur er ráðgjafi á sviði stefnumótunar. Hann hefur undanfarin ár starfað við markaðsmál, sölumál og stjórnun, auk þess að hafa starfsreynslu í viðskiptaráðgjöf, rannsóknum og greiningum. Brynjólfur var framkvæmdastjóri markaðssviðs HB Granda, markaðsstjóri PwC og sinnti auk þess ráðgjafastörfum hjá ParX Viðskiptaráðgjöf IBM, Møreforsking í Noregi og PwC.

Hér má sjá upplýsingar um Brynjólf.

Hjálmur Hjálmsson

Hjálmur er ráðgjafi um breytta starfshætti og hagnýtingu tækni hjá Capacent. Hjálmur hefur um árabil verið leiðandi í breytingarferli hjá opinberum aðilum og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða fyrir stjórnendur um breytta starfshætti, með sérstaka áherslu á hagnýtingu á tækni og teymisvinnu. Þá hefur Hjálmur aðstoðað fyrirtæki og stofnanir í stafrænum umskiptum
Hjálmur var áður vörustjóri hjá Þekkingu og hefur auk þess unnið að verkefnastýringu og ráðgjöf í stafrænum umskiptum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Hér má sjá upplýsingar um Hjálm.

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson er ráðgjafi á sviði stefnumótunar og opinberra fjármála. Sigurður er skipulagsfræðingur með áratuga reynslu í stefnumótun og undirbúningi hennar á ýmsum sviðum, m.a. í byggðamálum, skattamálum, atvinnu- og efnahagsmálum, velferðarmálum, málefnum sveitarfélaga og loftslagsmálum og öðrum umhverfismálum. Sigurður hefur unnið undanfarin 17 ár í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en þar áður hjá Þjóðhagsstofnun, Byggðastofnun og Framkvæmdastofnun ríkisins auk þess að kenna í Háskóla Íslands.

Hér má sjá upplýsingar um Sigurð.

Fjalar Jörundsson

Fjalar er ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar og rekstrar. Hann er með B.Sc. í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík.
Hann hóf störf hjá Capacent í september 2019 en starfaði áður í rúman áratug í Svíþjóð á sviði viðskiptagreindar.

Hér má sjá upplýsingar um Fjalar.