08 okt 2019
Básinn okkar var hinn glæsilegasti og þótti okkur einstaklega gaman að hitta svona margt fólk sem er að fást við jafn margvísleg verkefni og mannauðsmál eru. Gestunum buðum við að taka þátt í 5 daga súkkulaðiáskorun en inní hverjum súkkulaðimola mátti finna eina af 30 mismunandi áskorunum sem allar miða að því að styrkja okkur sem einstaklinga sem og starfsumhverfi okkar. Í október mánuði munum við birta daglega eina af þessum 30 áskorunum á Facebook síðu Capacent og hvetjum við ykkur öll að fylgjast með okkur þar.