lock search attention facebook home linkedin twittter

06 mar 2019

Mæla­borð borg­arbúa

Reykjavíkurborg hefur nú í samstarfi við Capacent gert mælaborð borgarbúa aðgengilegt á vef Reykjavíkurborgar.

Mælaborð borgarbúa sem nú er aðgengilegt á vef Reykjavíkurborgar er ein afurð innleiðingar á viðskiptagreindarhugbúnaðinn Qlik Sense hjá borginni sem Capcent hefur unnið að á síðustu misserum. Skömmu eftir að innleiðingin hófst var farið að skoða hvernig Qlik Sense gæti stutt við upplýsingastefnu borgarinnar, aukið gagnsæi og bætt aðgengi almennings að gögnum úr starfsemi borgarinnar en Qlik Sense nýtist ekki einungis til innri nota stjórnenda heldur einnig til ytri vefbirtinga.

Að nokkru leyti var stuðst við erlendar fyrirmyndir eins og frá Boston og Los Angeles en Capacent vann náið með öllum sviðum borgarinnar til að velja og taka saman á einum stað lykilupplýsingar sem sýna þverskurð af því breiða hlutverki sem borgin sinnir í þágu íbúa Reykjavíkur.
Útkoman er aðgengileg, lifandi og skemmtileg upplýsingaveita sem mun stækka og bæta við sig mælikvörðum í framtíðinni sem áhugavert verður að fylgjast með.

Mælaborðið má sjá hér.