lock search attention facebook home linkedin twittter

11 jan 2019

Eyþór Logi – rekstr­ar­ráð­gjöf

Eyþór Logi hóf nýlega störf hjá Capacent í rekstrarráðgjöf. Áhugi hans á fyrirtækinu kviknaði á Framadögum.

Þegar ég var á síðustu önninni minni í Háskólanum í Reykjavík fór ég að líta í kringum mig og skoða möguleg starfstækifæri. Það var síðan á framadögum í HR sem ég sá bás frá Capacent og það var svona kveikurinn að því að ég fór að kynna mér fyrirtækið nánar. Eftir að hafa kynnt mér hvað Capacent væri að gera þá varð ég mjög áhugasamur um ráðgjafastöðu þar sem ég taldi menntun mína nýtast mér vel í því starfi.

Ég er útskrifaður með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki ásamt þremur öðrum félögum árið 2016 sem við vorum að sinna samhliða háskólanum og er ennþá starfrækt í dag. Þetta er leigufélag sem heitir Rentmate ehf. og sérhæfir sig í útleigu á húsnæði til erlendra nemenda sem eru að stunda háskólanám í Reykjavík.

Það sem mér líkar hvað mest við Capacent er andrúmsloftið á vinnustaðnum, það er flatur strúktúr á vinnustaðnum þannig að er gott að leita til allra til þess að fá ráðleggingar og/eða aðstoð sama hver staða þeirra er innan fyrirtækisins. Verkefnin sem eru í gangi eru einnig spennandi. Ég verð að segja að rekstrarráðgjafarverkefnin heilla hvað mest, þau eru fjölbreytt og ég get nýtt mér menntun mína hvað mest í þesskonar verkefnum.

Í frítíma mínum reyni ég að ferðast sem mest, jafnt innanlands sem utanlands. Áhugamálin mín eru m.a. útivist, mótorkross og ferðalög.

 

Eyþór Logi Þorsteinsson
eythor.thorsteinsson@capacent.is
+354 846-0508
+354 540-1000