lock search attention facebook home linkedin twittter

08 okt 2019

30 daga áskorun Capacent

Þessa dagana birtum við eina áskorun á hverjum degi á Facebook síðu Capacent.

Það skiptir ekki máli hvort við erum í hlutverki stjórnandans eða erum starfsmenn í krefjandi umhverfi, það er ýmislegt sem við getum gert til að bæta líðan í vinnunni.
Fyrir ári síðan settum við saman 30 daga áskorun Capacent sem við höfum dreift við hin ýmsu tilefni síðan.

Núna nýverið útbjuggum við nýja súkkulaðimola þar sem hver og einn þeirra inniheldur eina af 30 áskorunum okkar.

Næstu 30 daga ætlum við að birta þessar áskoranir á Facebook síðu Capacent með von um að það hjálpi lesendum að draga úr streitu, auka hamingju og bæta afköst.

Tilvalin leið til að byrja veturinn.