lock search attention facebook home linkedin twittter

19 des 2018

Þóra Lind – ráðn­ingar

Við kynnum til leiks nýjan starfskraft í ráðningum hjá Capacent. -Ég byrjaði í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði ráðninga og mannauðsráðgjafar hjá Capacent í ágúst 2018, þá nýflutt heim frá Svíþjóð.

Sumarið 2013 flutti ég ásamt sambýlismanni mínum og dóttur til Gautaborgar í Svíþjóð. Ég var nýbúin að klára B.Sc. í sálfræði við Háskóla Íslands og við ákváðum að fara erlendis í frekara nám. Ég hafði aðeins kynnt mér framhaldsnám í mannauðsstjórnun og sótti því um nám í Strategic Human Resource Management & Labour Relations við Háskólann í Gautaborg og útskrifaðist með meistaragráðuna sumarið 2016. Mér bauðst eftir útskrift að fara í starfsnám hjá Adecco, einni stærstu ráðninga- og starfsmannaveitu Svíþjóðar. Þar starfaði ég í teymi sem sá um að finna fólk í sérfræðistörf til starfa hjá Volvo. Það skemmtilega við það starf var einmitt fjölbreytileikinn. Ég fékk bæði að taka þátt í ráðningaferlunum en einnig starfsmannahaldi og öllu því sem tengdist að halda úti ráðgjöfum okkar sem störfuðu hjá Volvo.

Eftir góð 5 ár í Svíþjóð settum við stefnuna heim til Íslands þar sem mér bauðst starf hjá Capacent. Sá ég það sem frábært tækifæri til að auka við reynsluna eftir að hafa verið hjá Adecco í Svíþjóð.

Þar sem Capacent er stærsta ráðningastofa landsins gefur það til kynna að við þjónustum alveg ótrúlegan fjölda af fyrirtækjum og stofnunum. Að því gefnu hefur maður fengið innsýn inn í ólíka starfsemi þeirra og vikulega fengið að hitta alveg ótrúlega öflugt fólk. Teymisvinnan í fyrirtækinu er mikilvæg og það er frábært að vinna með hópi fólks þar sem allir hafa sama markmið að leiðarljósi sem er að þjónusta viðskiptavinina eftir bestu getu.

Mér þykir líka gaman að fá að halda í smá tengingu til Svíþjóðar þar sem Capacent er norrænt ráðgjafafyrirtæki með skrifstofur í Svíþjóð og Finnlandi. Allt fyrirtækið er saman á mánaðarlegum fundum og svo hittist starfsfólkið reglulega á ýmsum viðburðum. Ég er alveg ótrúlega ánægð með starfið og samstarfsfólkið. Við vinnum í opnu rými en þar hefur maður aðeins fengið innsýn í verkefni hinna hópanna sem eru m.a. að fást við verkefni tengd stefnumótun, fjármála- og rekstrarráðgjöf og upplýsingatækni.

Annars finnst mér spennandi að vinna hjá svona stóru vörumerki sem Capacent er og er stolt af öllum verkefnunum, viðburðunum og fyrirlestrunum sem fyrirtækið gefur sig út fyrir. Ráðningar yfirhöfuð er mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf. Maður fær m.a. að koma að hönnun auglýsinga, úrvinnslu umsókna, vera í sífelldum samskiptum við fólk, læra inn á fjölþætt valferli til að spá um frammistöðu fólks í starfi og veita ráðgjöf í ákvörðunarferlinu.

Ég hef fengið að koma að hinu ýmsu ráðningaferlum, frá forstjórastöðum til framlínustarfa, ásamt því að taka þátt í verkefni tengdu mannauðráðgjöf fyrir viðskiptavin okkar. Maður finnur að hér hefur maður tækifæri til að vaxa í starfi og ef áhugi er fyrir hendi, að prófa sig áfram í nýjum verkefnum.

Þóra Lind Sigurðardóttir
thora.sigurdardottir@capacent.is
+354 540 7115