lock search attention facebook home linkedin twittter

15 nóv 2018

Stafræn umskipti – Hver er staða íslenskra fyrir­tækja 2018?

Capacent í samvinnu við Microsoft á Íslandi hefur gert úttekt á stöðu stafrænna umskipta (digital transformation) í íslensku atvinnulífi. Markmiðið er að öðlast betri yfirsýn um stafræn umskipti í íslensku atvinnulífi og að leggja mat á hversu langt íslensk fyrirtæki eru á veg komin.

Flestir eru sammála um að þessi umskipti – stundum kölluð fjórða iðnbyltingin – sé einhver stærsta samfélagsbreyting síðustu alda. Breytingarnar snerta fyrirtæki í öllum geirum því væntingar og hegðun viðskiptavina er að gjörbreytast á skömmum tíma. Fyrirtæki með stafræna nálgun eru að raska rótgrónum mörkuðum því þau veita viðskiptavinum meira spennandi og þægilegri þjónustu en áður þekktist.

Úttektin byggir m.a. á skoðun á 20 af stærstu fyrirtækjum landsins, annars vegar viðtölum við forstjóra þeirra og hins vegar könnun sem samtals tæplega hundrað stjórnendur tóku þátt í. Fyrirtækin 20 sem mynda grunninn að þessari úttekt eru öll í hópi 100 stærstu fyrirtækja landsins og voru valin með það fyrir augum að endurspegla breiddina í atvinnulífinu.

Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar og mati stjórnenda í viðtölum hefur Capacent flokkað fyrirtækin út frá mati á hvar þau eru stödd á breytingaskeiði stafrænna umskipta. Markmið þeirrar flokkunar er ekki að sjá stöðu einstakra fyrirtækja eða geira heldur að fá skýrari mynd af því hvernig íslensk fyrirtæki standa almennt.

Þetta er í fyrsta skipti sem úttekt sem þessi er gerð hér á landi.

Lesið skýrsluna hér