lock search attention facebook home linkedin twittter

16 nóv 2018

Staða og horfur á fast­eigna­markaði í Reykjavík

Capacent gerði greiningu fyrir Reykjavíkurborg um stöðu og horfur á fasteignamarkaði í Reykjavík.
Capacent hefur unnið sambærilega skýrslu fyrir Reykjavíkurborg, fyrst í ársbyrjun 2012, síðan aftur í ársbyrjun 2014 og einnig 2016. Þetta er því fjórða samantekt Capacent um íbúðamarkaðinn sem unnin er fyrir borgina.

Að þessu sinni var hluti efnisins settur á Gagnatorgi Capacent sem nálgast má á slóðinni https://fasteignir.data.is/. Á síðunni er að finna ítarlegar upplýsingar sem unnar voru úr könnun sem Gallup vann að beiðni Capacent meðal íbúa um framtíðaráform og væntingar íbúa um búseta á næstu árum.
Meginmarkmið greiningar Capacent var að greina ástand íbúðamarkaðarins meðal annars með tilliti til þess hverjar áherslur íbúa eru um hvort þeir vilja búa í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði. Í greiningunni er lagt mat á stöðu eftirspurnar og framboðs eftir húsnæði.

 

Greininguna má nálgast hér