lock search attention facebook home linkedin twittter

14 nóv 2018

Bætt verð­lagning = bætt afkoma

Opinn fundur um verðlagningu

Þann 10. október var Capacent með opinn fund um stefnumiðaða verðlagningu.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent, hóf fundinn en þar fjallaði hann m.a. hversu mikil áhersla er lögð á kosnaðargreiningu í fyrirtækjarekstri. Í því samhengi benti hann á að arðsemi fyrirtækja velti engu að síður oftar en ekki á því hvernig staðið væri að verðlagninu vöru og/eða þjónustu. Við verðlagningu væri síðan oftar en ekki byggt á kostnaði fremur en að byggja á því virði sem skilar sér til viðskiptavina.
Björn Wennberg fór í erindi sínu yfir með hvaða hætti breyttar áherslur í verðlagningu geta haft áhrif á hagnað fyrirtækja. Þannig getur 1% hækkun á söluvirði að meðaltali bætt afkomu um heil 8%. Hann benti einnig á að verðlagning tekur mið af eðli vörunnar eða þjónustunar hverju sinni. Þannig skiptir verulegu máli hvort um er að ræða vöru eða þjónustu sem er nokkuð almenns eðlis (töluvert af samskonar vöru til á markaðnum) = takmarkað svigrúm til verðákvörðunar / eða hvort um sé að ræða nokkuð einstaka vöru (lítið sem ekkert af samskonar vöru á markaðnum) = mikið svigrúm til verðlagningar.
Reynsla Capacent af stefnumiðaðri verðlagningu nær aftur til 1983 og hefur fyrirtækið starfað með hundruðum viðskiptavina á norðurlöndunum að bættri verðlagningu og afkomustjórnun.

Ráðgjafar okkar í stefnumótun og fjármálaráðgjöf geta veitt þér frekari upplýsingar.