lock search attention facebook home linkedin twittter

22 sep 2017

Opin fjármál Akur­eyr­ar­bæjar

Capacent sér um uppsetningu og rekstur á Power BI lausn sem notast var við til að samþætta og setja fram upplýsingar um fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Tilkynningar

Akureyrarbær hefur nú opnað bókhald bæjarins til að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum og skýra á einfaldan og myndrænan hátt ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins.

Akureyrarbær samdi í byrjun árs við Capacent um uppsetningu og rekstur á Power BI lausn frá Microsoft til þess að nota í verkefninu. Power BI veflausn býður upp á öflugar mynd­rænar greiningar í sjálfsafgreiðslu, aðgang að gagnvirkum skýrslum og sýn á gögn frá ýmsum sjónarhornum.

Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær hafa einnig nýlega opnað bókhald sitt með aðstoð Capacent.

Capacent óskar Akureyrarbæ til hamingju með nýja vefinn.