lock search attention facebook home linkedin twittter

30 mar 2017

Arcur Finance. Nýr valkostur í fjár­mögnun fyrir­tækja

Arcur Finance er nýtt félag sem sérhæfir sig í fjármögnun fyrirtækja. Stofnendur Arcur Finance eru Sigurður Kristinn Egilsson og Capacent.

Tilkynningar

Arcur Finance mun starfa á sviði fjármögnunar fyrirtækja og vinna að því að tryggja viðskiptavinum bestu kjör þegar kemur að fjármögnun verkefna. Lánveitendur geta verið lífeyrissjóðir, tryggingafélög eða fjármálastofnanir sem Arcur Finance er í nánu samstarfi við.

Sigurður Kristinn Egilsson, framkvæmdastjóri Arcur Finance: „Arcur Finance hefur að markmiði að auka fjölbreytni í fjármögnun íslenskra fyrirtækja og er nýr valmöguleiki fyrir fyrirtæki sem geta nýtt sér reynslu og þekkingu starfsmanna við að tryggja viðskiptavinum hagstæðustu kjör á hverjum tíma. Samstarfið við Capacent eykur flæði verkefna og Arcur Finance nýtur góðs af áratuga þekkingu og reynslu starfsmanna Capacent og sterkum tengslum við atvinnulífið í landinu.“

Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent: „Samstarf okkar við Sigurð á vettvangi Arcur Finance er góð viðbót við þjónustu Capacent og gerir okkur kleift að þjónusta viðskiptavini okkar á breiðari grunni og fylgja þeim í gegnum margvísleg breytingarverkefni.“

Sigurður Kristinn hefur starfað samfellt á fjármálamarkaði frá árinu 1998 og aflað sér viðamikillar þekkingar og reynslu á þeim markaði. Hann var yfirmaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi á árunum 2003-2007 og starfaði síðan á eignastýringasviði bankans erlendis. Á árunum 2010-2016 leiddi hann uppbyggingu eignastýringar hjá ALM Verðbréfum og var m.a. framkvæmdastjóri Fjárfestingafélags atvinnulífsins sem sérhæfði sig í fjármögnun fyrirtækja. Sigurður er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og með löggildingu í verðbréfaviðskiptum.“

Capacent á Íslandi er hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983 og er skráð á Nasdaq First North markaðnum í kauphöllinni í Stokkhólmi frá árinu 2015. Félagið er með skrifstofur á Íslandi, í Svíþjóð og á Finnlandi og hjá því starfa um 150 sérfræðingar. Capacent hefur sterka stöðu sem norrænt ráðgjafafyritæki og er leiðandi sem slíkt á mörgum sviðum. Ráðgjafar Capacent vinna að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra lausna á sviði stefnumótunar, stjórnunar, ráðninga, rekstrar, fjármála og
upplýsingatækni.

Höfundur