lock search attention facebook home linkedin twittter

01 sep 2016

Reykjavík semur við Capacent um innleið­ingu á Qlik hugbúnaði

Reykjavíkurborg hefur gert samning við Capacent um kaup og innleiðingu á hugbúnaði fyrir framsetningu stjórnendaupplýsinga og mun innleiðing hefjast nú á haustmánuðum.

Tilkynningar

Í verkefninu felast stórauknir möguleikar á bættu aðgengi stjórnenda að upplýsingum um rekstur, mannauðsmál og þjónustu sem nýttar eru til eftirlits og ákvarðanatöku.

Á undanförnum misserum hefur verið unnið að þróunarverkefni varðandi slíkan hugbúnað hjá Reykjavíkurborg og hefur sú vinna til að mynda nýst samninganefnd Reykjavíkurborgar við gerð nýrra kjarasamninga auk þess sem Velferðarsvið hefur þegar hafið notkun á rafrænum rekstrarskýrslum.

Með innleiðingunni verða innleiddar rafrænar gagnvirkar skýrslur og mælaborð sem munu veita betri heildaryfirsýn yfir upplýsingar á aðgengilegu formi og tryggja samanburðarhæfni helstu lykiltalna. Verkefnið gefur einnig möguleika á þróun íbúagáttar og birtingu upplýsinga á ytri vef Reykjavíkurborgar.

Hugbúnaðurinn sem um ræðir er frá Qlik sem er leiðandi aðili á alþjóðavísu á þessu sviði. Capacent er umboðsaðili Qlik á Íslandi.