lock search attention facebook home linkedin twittter

13 okt 2016

Ný greining Capacent á fast­eigna­markaði

Á málþingi þann 14. október mun Dagur B. Eggertsson, borg­ar­stjóri fjalla um húsnæðismarkaðinn í Reykjavík.

Tilkynningar

Á heima­síðu Reykja­vík­ur­borgar kemur fram að á málþinginu eigi að kynna “samstarf í húsnæð­is­málum, sem og áherslur Reykja­vík­ur­borgar til að mæta óskum íbúa og þörf fyrir húsnæði. Dregin verður upp heild­stæð mynd af fram­kvæmdum og fram­kvæmda­á­formum á húsnæð­is­markaði í Reykjavík.“

Snædís Helgadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, mun á málþinginu kynna nýja grein­ingu á fast­eigna­mark­að­i sem Capacent hefur unnið fyrir Reykja­vík­ur­borg.

Í greiningunni kemur m.a. fram að töluverður skortur er á húsnæði og íbúðafjárfesting er talsvert undir meðaltali áranna 1997-2003. Samtals virðist skorta um 5.100 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að markaðurinn geti talist uppfylla þörf fyrir íbúðir.  Að jafnaði vantar um 1.700 til 1.800 nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðið á ári.

Uppsafnaðri þörf fyrir leiguíbúðir fyrir yngri, tekjuminni einstaklinga hefur ekki verið mætt.  Um 2.500-3.000 íbúðir skortir til að uppfylla þörf næstu þriggja ára.

Skráning á fundinn er á Face­book síðunni Nýjar íbúðir í Reykjavík