lock search attention facebook home linkedin twittter

31 mar 2016

Morg­un­verð­ar­fundur Capacent 31. mars

Greiningardeild Capacent stóð fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni "Hvernig virka tryggingafélög - Eru háar arðgreiðslur of lágar?"

Tilkynningar

Fjallað var um rekstur tryggingafélaga og starfsemi þeirra útskýrð, en hún byggir á tveimur stoðum, tryggingarekstri og fjárfestingum. Farið var yfir rekstrarhorfur og bent á að tjónahlutfall er oft hæst þegar mikill gangur er í hagkerfinu og því ýmislegt sem bendir til þess að næstu 1-2 ár geti verið vandasöm. Þess utan geta verið miklar breytingar framundan í rekstri tryggingafélaga sökum aukinnar tækni, ekki síst í bílabransanum.

Capacent kynnti niðurstöður verðmats á tryggingafélögunum sem skráð eru á markað. Það mat leiddi í ljós að félögin eru mögulega vanmetin á markaði, sér í lagi TM og Sjóvá. Bent var á að á Íslandi hefur arðsemi tryggingafélaga undanfarin ár verið í samræmi við ávöxtunarkröfu og því „eðlileg“. Það sem þó er sérstakt við rekstur íslenskra tryggingafélaga, í samanburði við nágrannalöndin, er að afkoman byggir ekki á tryggingarekstrinum heldur fjárfestingum. Mögulegar ástæður þess voru reifaðar. Rætt var um að kynntar arðgreiðslur félaganna væru ekki óeðlilegar, en bent var á að stöðugleiki í arðgreiðslum væri mögulega betri en sveiflur. Að síðustu var nefnt að tryggingafélögin þyrftu að finna leiðir til að bæta tryggingareksturinn, því ekki væri á vísan að róa með fjárfestingatekjurnar á komandi árum.

Við þökkum gestum okkar fyrir komuna.

Höfundur