lock search attention facebook home linkedin twittter

01 des 2016

Lokað í dag vegna jarð­ar­farar

Í dag, fimmtudaginn 1. desember, verður skrifstofa Capacent lokuð frá kl. 13:00 vegna jarðarfarar Helgu Jónsdóttur, ráðgjafa.

Tilkynningar

Helga starfaði við ráðgjöf, val og öflun starfsfólks frá árinu 1987 og var einn reynslumesti sérfræðingur Capacent. Hún átti þátt í ráðningum sem telja á annað þúsund, jafnt í sérfræðinga- og stjórnendastöður bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera.

Starfsmenn minnast Helgu með miklum hlýhug en hún var einstakur fagmaður, fyrirmynd margra og kær samstarfskona. Starfsmenn Capacent senda fjölskyldu Helgu innilegar samúðarkveðjur.

Höfundur