lock search attention facebook home linkedin twittter

29 jan 2016

Lélegar fata­út­sölur – Capacent er enn í jakka­föt­unum frá því í fyrra!

Voru tollar á fötum ekki afnumdir um áramótin? Lélegar fataútsölur í ár vekja eftirtekt í ljósi afnáms tolla á fatnaði.

Skuldabréfayfirlit

Það hefði mátt ætla að afsláttur yrði meiri í ár en á síðasta ári en ekki öfugt eins og tölur Hagstofunnar sýna.  Frávik í verðbólguspá Capacent í janúar útskýrist að nær öllu leyti af þessari öfugþróun. Jakkafötin frá því í fyrra verða að duga í bili.

Sveiflur og flökt bestu vinkonur spákaupmanna

Litlar breytingar hafa verið á skuldabréfamarkaði undanfarna mánuði.  Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur sveiflast á milli 5,7 til 6,0% frá miðjum desember og óverðtryggði ferlinn er nær flatur og skoðanalaus. Litlu minna fjör hefur verið á verðtryggða markaðinum en verðbólguálag hefur sveiflast milli 2,8 til 3,5% síðan í byrjun október.  Tækifæri til stöðutöku og spákaupmennsku hafa því verið fá. Fátt hefur verið til að kæta, ekki einu sinni snargalnar vaxtahækkanir Seðlabanka.

Í síðustu viku lækkaði gengi óverðtryggðra ríkisbréfa og var að meðaltali 0,3% lægra.  Gengi verðtryggðra bréfa hækkaði að meðaltali um 0,4% en að mati Capacent hafa tækifæri á skuldabréfamarkaði helst legið á verðtryggða endanum undanfarnar vikur.

Er hagstjórnin loksins orðin erlendis?

Að mati Capacent eru verðtryggð skuldabréf besti fjárfestingarkosturinn til lengri tíma en að mati Capacent er verðbólguáhætta vanmetin en verðbólguálag til 8 ára sem er um 3% er frekar mikið erlendis.  Vissulega hefur stöðugleiki í efnahagsstjórn verið meiri undanfarin ár en við eigum að venjast. Rétt er að benda á að meðalverðbólgan síðustu 8 ár hefur verið 5,8% og nær öll hagvaxtartímabil hafa endað með gengissigi eða falli og verðbólgu.

Þrjár sviðsmyndir

Ef velt er fyrir sér þróun næstu ársfjórðunga eru þrjár sviðsmyndir líklegastar;

i) Stanslaus gleði: Há verðbólga þrátt fyrir gengisstyrkingu. Hagvöxtur verður meiri en spár gera ráð fyrir og afnám gjaldeyrishafta leiðir til stór aukinna erlendra fjárfestinga.  Seðlabankinn verður í jötunmóð og vaxtahækkanir meiri en nokkru sinni fyrr. Skortsala skammtíma óverðtryggðra bréfa og kaup í langtíma verðtryggðum skuldabréfum mun gefa góða raun.

ii) Hægur vöxtur, sala banka og uppgreiðsla lána: Ef hagvöxtur verður í takt við spár og allt fer samkvæmt áætlun eru fá spennandi tækifæri nema þá helst í ríkisbréfum samfara lágri verðbólgu og samdrætti í framboði.

iii) Gengisfall samfara afnámi gjaldeyrishafta:  Verðtryggð skuldabréf verða gulls ígildi.

Skuldabréfayfirlit Capacent – Janúar, 3 vika

Höfundur