lock search attention facebook home linkedin twittter

15 feb 2016

Birna Braga­dóttir til Capacent

Birna Bragadóttir hefur hafið störf hjá Capacent sem ráðgjafi í þjónustustjórnun, mannauðsstjórnun og stjórnendaeflingu.

Tilkynningar

Birna kemur inn í ráðgjafateymi Capacent með fjölþætta þekkingu á mannauðsmálum, markþjálfun stjórnenda, breytingastjórnun og innleiðingu á markvissari þjónustu. Hún var starfsþróunarstjóri Orkuveitu Reykjavíkur frá 2012 til 2016 og starfaði þar áður hjá Icelandair í 13 ár við mannauðsstjórnun, þjónustustjórnun og þjálfun og fræðslu starfsmanna.

Birna er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.  Hún er jafnframt stjórnendamarkþjálfi frá Coach University.

„Með ráðningu Birnu er Capacent að mæta vaxandi þörf í ferðaþjónustu og öðrum greinum fyrir markvissari stefnumótun og nálgun við þjónustu, þar sem mannauðsmál og stjórnendaefling skipta lykilmáli,“ segir Ingvi Þór Elliðason, framkvæmdastjóri Capacent.

Hjá Capacent starfa um 50 ráðgjafar með fjölbreytta menntun og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Sérsvið ráðgjafa Capacent eru stefnumótun, stjórnun, ráðningar, rekstur, fjármál, viðskiptagreind og upplýsingatækni. Capacent er í eigu starfsmanna.

Fyrirtækið sækir sérhæfðar lausnir og þekkingu til leiðandi alþjóðlegra samstarfsaðila. Meðal þeirra eru Microsoft, IBM (Cognos og SPSS), Qlik, CEB (áður SHL), Flexera og Wilson Learning. Capacent á einnig gott samstarf við samnefnd systurfyrirtæki á Norðurlöndunum.

Höfundur