lock search attention facebook home linkedin twittter

16 okt 2015

Verð­bólguspá Capacent fyrir október

Spáum óbreyttri vísitölu neysluverðs í október

Enn á verðbólgan undir högg að sækja

Ef spá Capacent gengur eftir um óbreytta vísitölu neysluverðs (vnv) í október mun verðbólgan lækka úr 1,9% í 1,8%. Verðbólgan verður því enn vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Verðbólgan hefur verið 20 mánuði samfellt undir verðbólgumarkmiði.  Síðustu 2 ár eru að verða eitt lengsta stöðugleikatímabil í verðlagsmálum seinni ára en sjá má verðbólguna og verðbólgumarkmið á mynd hér að neðan.

Olíuverð hefur haldist stöðugt

Olíuverð hefur að mestu verið óbreytt síðustu tvo mánuði. Verð díselolíu hefur einnig haldist óbreytt síðastliðinn mánuð. Verð bensíns hefur hins vegar lækkað um 3% og gerum við ráð fyrir að áhrif lækkunarinnar nemi 0,1% á vnv til lækkunar. Samkvæmt mælingum okkar hafa flugfargjöld verið að lækka samfara komu haustsins. Við gerum ráð fyrir að lækkun flugfargjalda hafi um 0,1% áhrif á vnv til lækkunar og að verð flugfargjalda lækki um 6% í október.

Mikil velta á fasteignamarkaði gefur vísbendingar um vaxandi spennu á fasteignamarkaði

Capacent gerir ráð fyrir hraustlegri hækkun á fasteignaverði eða um 1%.  Velta á fasteignamarkaði hefur verið gríðarmikil síðastliðnar vikur eða  8,8 ma.kr. að meðaltali á viku. Hækkanir eru að öllu jöfnu mestar á þessum árstíma er fasteignasamningum ágúst- og septembermánaðar er þinglýst. Hækkun fasteignaverðs leggur til rúmlega 0,15% til hækkunar vnv í október samkvæmt spá.

Höfundur