lock search attention facebook home linkedin twittter

24 ágú 2015

Steinþór Þórð­arson til Capacent

Steinþór Þórðarson hefur hafið störf hjá Capacent sem ráðgjafi í mannauðsmálum og straumlínustjórnun (LEAN).

Steinþór býr yfir víðtækri stjórnunarreynslu af margvíslegum vettvangi, m.a. sem framkvæmdastjóri starfsmannaþjónustu Baugs hf og framkvæmdastjóri mannauðsmála og innri samskipta hjá Alcoa Fjarðaáli. Um þriggja ára skeið starfaði hann í Saudí Arabíu sem framkvæmdastjóri þjálfunar og starfsþróunar í samstarfsverkefni Alcoa og arabíska náma- og málmvinnslufyrirtækisins Ma‘aden. Innleiðing straumlínustjórnunar skipaði mikilvægan sess bæði hjá Fjarðaáli og í arabíska verkefninu.
Í störfum sínum síðustu 10 ár hefur Steinþór unnið út frá skýrum áherslum á ferlamiðað skipulag og straumlínustjórnun með sérstaka áherslu á árangursþætti í innleiðingu á öllum sviðum rekstrar, bæði í kjarnaferlum og stoðferlum. Hann hefur einnig haldgóða reynslu af mannauðsstjórnun, samskiptum aðila á vinnumarkaði og gerð kjara- og vinnustaðarsamninga.
Steinþór hefur BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, kennsluréttindi frá sama skóla og vinnur að lokaverkefni til meistaraprófs í stjórnun og stefnumótun.
„Með ráðningu Steinþórs eflum við enn frekar teymi Capacent sem fæst við innleiðingu straumlínustjónunar í íslensku atvinnulífi. Steinþór hefur jafnframt spennandi reynslu af því að tengja saman mannauðsstjórnun, stöðugar umbætur og árangur í rekstri” segir Ingvi Þór Elliðason, framkvæmdastjóri Capacent.
Hjá Capacent starfa um 50 ráðgjafar með víðtæka reynslu úr flestum hliðum atvinnulífsins.  Ráðgjafar Capacent vinna að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra verkefna á sviði stefnumótunar, stjórnunar, ráðninga, rekstrar, fjármála og upplýsingatækni.
Fyrirtækið sækir sérhæfðar lausnir og þekkingu til leiðandi alþjóðlegra samstarfsaðila. Meðal þeirra eru Microsoft, IBM (Cognos og SPSS), Qlik, CEB (áður SHL), Flexera og Wilson Learning. Capacent á einnig gott samstarf við samnefnd systurfyrirtæki á Norðurlöndunum. Capacent er í eigu starfsmanna

Höfundur