lock search attention facebook home linkedin twittter

23 nóv 2015

Skulda­bréfayf­irlit Capacent

Nóvember - vika 3

Guð býr í gengishruninu amma:
Enn skiptast á skin og skúrir á skuldabréfamarkaði. Gengi skuldabréfa hækkaði nokkuð fimmtudaginn 19. nóvember, þá sérstaklega gengi verðtryggðra íbúðabréfa. Gengi verðtryggðra bréfa er þó 0,95% lægra og ávöxtunarkrafan 10 punktum hærri en fyrir viku síðan. Gengi óverðtryggðra ríkisbréfa er 0,56% lægra og ávöxtunarkrafan er 14 punktum hærri. Fá tækifæri eru út frá framvirka ferlinum og virðist innbyrðis verðlagning að mestu eðlileg. Líklegast má telja að væntingar um sölu bankanna hafi mikil áhrif á markað en þeir er gríðarstórir m.v. önnur fyrirtæki á markaði. Ekki er ráðlegt að hleypa allri fílahjörðinni inn í postulínsbúðina á sama tíma en það gæti leitt til mikillar lækkunar á verðbréfamarkaði.
Kvöldin eru kaldlynd út á nesi:
Fremur kaldhæðið er að ítök ríkisins á bankamarkaði eru nú meiri en fyrir einkavæðinguna árið 1997, þrátt fyrir að það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að draga úr eignarhlut sínum á bankamarkaði síðustu 6 ár. Þegar blessað bankakerfið er að mestu í eigu ríkisins ætti ekki að koma á óvart að sérvarin skuldabréf bankanna njóti vinsælda. Hins vegar er jafn augljóst að hagstæðara er fyrir lífeyrissjóðina, að lána út sjálfir eða eiga bankana og fá vaxtamun þeirra í eigin vasa, fremur en að fjármagna þá.
Nú blánar yfir berjamó:
Eftir miklar lækkanir á markaði skapast oft tækifæri að kaupa í einstökum félögum. Hins vegar skiptir miklu máli hvaða félög eru valin. Þróun á markaði hefur verið þannig að öll fyrirtæki á markaði hafa lækkað án tillits til undirliggjandi rekstrar. Verðlagning sumra félaga er því orðin hagstæð á meðan önnur félög sem voru ofmetin á markaði eru komin á par. Einnig hættir markaðnum til að setja félög í sömu atvinnugrein undir sama hatt þótt rekstur og rekstrarhæfi til framtíðar sé ólíkt.
Flokka þarf hismið frá kjarnanum – Von á markaðsgreiningum og verðmötum:
Capacent hefur verið að skoða tryggingamarkaðinn í nokkurn tíma og er von á skýrslu innan skamms. Sömuleiðis hefur Capacent skoðað framtíðina á eldsneytismarkaði og rekstur olíufélaganna og símafélögin. Capacent leggur áherslu á að skoða grunnforsendur atvinnurekstrar og verða verðmötin beitt til að flokka hismið frá kjarnanum.
Skuldabréfayfirlit Capacent – Nóvember 3w

Höfundur