lock search attention facebook home linkedin twittter

16 nóv 2015

Skulda­bréfayf­irlit Capacent

Nóvember 2015

Umhleypingar á markaði
Gengislækkanir-og hækkanir hafa tekist á verðbréfamarkaði í þessari viku eftir miklar lækkanir í vikunni á undan. Markaðurinn virðist því vera að ná meira jafnvægi. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa er nær óbreytt milli vikna eða að meðaltali 5 punktum hærri en fyrir sléttri viku síðan. Gengi ríkisbréfa hefur lækkað að meðaltali um 0,14%.  Ávöxtunarkrafa verðtryggða íbúðabréfa er að meðaltali óbreytt milli vikna en gengið er þó örlítið lægra að meðaltali eða um 0,08%.
Skjól í skammtíma skuldabréfum
Á markaði líkt og nú þar sem bæði hlutabréf og skuldabréf lækka og óvissa er um framhaldið er helst skjól í skammtíma ríkistryggðum skuldabréfum. Ef litið er til stysta skammtíma ríkisbréfaflokksins RIKB16 er ávöxtunarkrafa hans nú 5,92% eða litlu hærri en innlánavextir af innlánum í Seðlabankanum sem eru 5,75%. Hvort bréfið sé fýsilegur kostur ræðst af því hvaða vaxtakjör bjóðast fjárfestum á innlánum. Auk þess þarf að taka til þess að frekari vaxtahækkanir eru líklegar.
Óvissa um framtíðina
Hinn möguleikinn sem mætti skoða er RIKB19 en ávöxtunarkrafan þar er 6,11% en fjárfestingaráhættan er mun meiri. Hins vegar virðist verðlagning þess vera hagstæð út frá framvirkaferilinum.  Óvissan í efnahagsmálum og framvindu fjármálamarkaðar hefur sjaldan verið meiri en nú þegar afnám gjaldeyrishafta er í nánd. Óvissan virðist snúast um hvort tímabil vaxandi verðbólgu og hárra stýrivaxta sé yfirvofandi eða hvort afnámi gjaldeyrishaftanna gæti fylgt innstreymi erlends fjármagns með styrkingu krónu og hækkunum á verðbréfamarkaði. Sama er hvor niðurstaðan verður að þá er öruggasti fjárfestingarkosturinn skammtíma verðtryggð skuldabréf eða HFF24. Ef fyrri niðurstaðan verður raunin munu verðtryggð skuldabréf verða eftirsótt, ef seinni niðurstaðan verður ofan á mun það hafa jákvæð á allan verðbréfamarkað.
Skuldabréfayfirlit Capacent 2w Nóvember 2015

Höfundur