lock search attention facebook home linkedin twittter

09 okt 2015

Skulda­bréfayf­irlit Capacent

Október

…og já jólasveinninn er lentur
Methækkanir á skuldabréfamarkaði: Síðastliðinn mánuð hefur gengi óverðtryggðra ríkisbréfa hækkað um 1,9% að meðaltali. Hækkunin hefur þó verið mjög misjöfn eftir flokkum en gengi skammtíma ríkisbréfa hefur lítið hækkað eða vel innan við eitt prósent. Hins vegar hefur gengi langtíma ríkisbréfa hækkað líkt og hlutabréf á sterum eða um 4,3% sem jafngildir um 66% hækkun á ársgrunni. Í gær hækkaði gengi lengstu ríkisbréfanna um  1,5%. Óhætt er að segja að skuldir ríkissjóðs séu eftirsóttar nú um stundir en sjá má hækkanir á skuldabréfamarkaði í töflu hér að neðan.
Þar fauk trúverðugleiki peningastefnunnar líkt og trampólínið á hús nágrannans
Stýrivextir Seðlabankans mynda vaxtaviðmið sem aðrir vextir eiga að fylgja. Stýrivextir Seðlabanka hafa hækkað um hálft prósentustig en á sama tíma hafa vextir á markaði lækkað um 1,3 prósentustig.  Seðlabankinn virðist hafa misst stjórn á vaxtaskipinu tímabundið í það minnsta enda illviðráðanlegt líkt og trampólín í stormi.
Grillilmur liggur í loftinu, uppskrift októbermánaðar
Að skortselja skammtíma vexti og taka stöðu í langtíma vöxtum er sígilt og klikkar sjaldan. Framangreint veðjar á að erlendir fjárfestar sem hafa setið fastir í skammtíma ríkisbréfum vegna gjaldeyrishafta losi sig úr stöðum samfara afnámi gjaldeyrishafta.  Fjárfestar geta svo fjárfest í langtíma óverðtyggðum ríkisbréfum eða langtíma verðtryggðum skuldabréfum eftir smekk.  Það ræðst af því hvort fjárfestar telji að verðbólga fari vaxandi eða haldist lág næstu mánuði og að áfram verði eftirspurn eftir langtíma ríkisbréfum.
Skuldabréfayfirlit Capacent

Höfundur