lock search attention facebook home linkedin twittter

18 sep 2015

Skulda­bréfayf­irlit Capacent

Erlendir aðilar að verða stærstu eigendur ríkisbréfa: Eign erlendra aðila í íslenskum ríkisbréfum er alltaf að aukast og nam eign erlendra aðila í íslenskum ríkisskuldabréfum tæpum 171 ma.kr. í ágústlok og var litlu minni en innlendra lífeyrissjóða en eign þeirra nam rúmlega 183 ma.kr.

Íslenskt skyr og skuldir svíkja engan
 Íslensk skuldabréf virðast vera að ná fyrri vinsældum og vera sívinsæl erlendis líkt og íslenskt skyr.
Góð kaup í RIKB20 og HFF24
Út frá óverðtryggða vaxtaferlinum er bestu kaupin eru í RIKB20 en flokkurinn virðist fremur óvinsæll meðal stærstu fjárfesta, ekki nógu langur eða nógu stuttur. Út frá verðtryggða vaxtaferlinum eru bestu kaupin í HFF24.
Af fjárlagafrumvarpinu- Bankarnir eru líkt og unglingabóla á nefi ríkisjóðs sem næst ekki af
Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir tekjum af bankasölu. Upphaflega var gert ráð fyrir að sala bankanna tæki um 5 ár en lög um Bankasýslu ríkisins gerðu ráð fyrir um 5 ára starfstíma. Henni yrði lokað haustið 2014 er sölu bankanna væri að mestu lokið. Um háar fjárhæðir er að ræða ef sala á eignarhluta ríkisins í bönkunum fer fram en sjá má eignarhluti ríkisins í eigin fé fjármálastofnana á mynd að neðan. Samtals nemur hlutur ríkisins í eigin fé viðskiptabankanna 265,8 ma.kr. m.v. fyrri árshluta 2015. 
Of stórt til að kyngja?
Eigið fé Landsbankans er þrefalt hærra en heildareignir lífeyrisjóðakerfisins í viðskiptabönkunum námu þegar þær náðu hámarki árið 2007. Hæstur fór eignarhlutur lífeyrissjóðanna í viðskiptabönkunum í um 17,3% um áramótin 2003 til 2004.  Það er þó ekki aðeins eignarhlutur í Landsbankanum sem þarf að selja.  Sagan segir okkur að sala innlendra banka til erlendra fjárfesta hefur reynst erfið. Allir þrír bankarnir eru fremur stórir fyrir innlendan markað og spurning hvaða eigandi ætlar að sitja með Svartapétur í lokin.
Skuldabréfayfirlit Capacent

Höfundur