lock search attention facebook home linkedin twittter

14 des 2015

Skulda­bréfayf­irlit Capacent

Desember - 2. vika

Rólegir dagar á skuldabréfamarkaði
Síðasta vika var fremur róleg á skuldabréfamarkaði. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabanka á miðvikudaginn. Lækkun kröfunnar gekk að mestu til baka seinnipart vikunnar. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa var þó örlítið lægri í lok vikunnar eða 4 punktum að meðaltali. Gengi ríkisbréfa var að meðaltali 0,1% hærra.
Fjárfestar skoðanalausir varðandi vaxtaþróun
Vaxtaferill ríkisbréfa er að mestu flatur og virðast fjárfestar fremur skoðanalitlir um framþróun á vaxtamarkaði.  Þetta vekur athygli því Seðlabankinn telur að hann þurfi að auka frekar aðhald peningastefnunnar. Ávöxtunarkrafa RIKB17 og RIKB19 ætti því að liggja nokkuð ofar.
RIKB25 virðist vera fremur hátt verðlagt í samanburði við RIKB31 og RIKB22 þegar litið er til framvirka óverðtryggða vaxtaferlisins.  Helstu kauptækifæri virðast því liggja í þessum bréfum (RIKB22 og RIKB31).
Ávöxtunarkrafa verðtryggðra íbúðabréfa hækkaði að meðaltali um 3 punkta í vikunni og lækkaði gengi þeirra því um 0,4%.  Ávöxtunarkrafa stysta flokksins (HFF24) stóð þó í stað og er því verðtryggði vaxta-ferillinn orðinn flatari en áður.
Barnapían sem passar óvitann
Heldur ljúfari tónn var í verðstöðugleikavörðum við síðustu stýrivaxtaákvörðun en verið hefur, enda verðbólgan nú töluvert lægri en væntingar stóðu til.  Seðlabankinn er samviskusöm barnapía sem varar óvitann við hættunum áður en slysin gerast.
Skuldabréfayfirlit Capacent – Desember 2. vika.

Höfundur