lock search attention facebook home linkedin twittter

25 sep 2015

Skulda­bréfa­mark­aður og stýri­vextir

Meðfylgjandi er umfjöllun um skuldabréfamarkaðinn og um næstu stýrivaxtaákvörðun með líkindastuðlum

Góð vika að baki
Síðastliðin vika var fremur róleg á skuldabréfamarkaði. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa hélt þó áfram að síga og hefur gengi ríkisbréfa hækkað um að 0,5% á einni viku samfara lækkun ávöxtunarkröfu sem nemur 9 punktum að meðaltali. Gengi og ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa var að mestu ábreytt síðastliðna.
Verðbólguálag til lengri tíma komið nærri 3%
Langtíma nafnvextir á markaði eru komnir vel undir 6% og er verðbólguálag til 8 ára nú 3,14%. Verðbólguvæntingar eru enn lægri vegna verðbólguáhættuálags sem er umtalsvert til svo langstíma.
Misverðlagning mikil á markaði og tækifæri
Framvirkirferlar bæði óverðtryggða og verðtryggðra bréfa benda til töluverðra kauptækifæra. Hlutfallslega er RIKB31 og RIKB22 mjög lágt verðlögð m.v. RIKB25.  Að mati Capacent er helsta tækifærið á óverðtryggða markaðnum til skamms tíma að að kaupa RIKB31.  HFF34 hefur löngum verið óvinsælt og lágt verðlagt m.t.t. annarra bréfa.  Hlutfallsleg verðlagning bréfsins er með hagstæðasta móti nú.
Stýrivextir
Við látum það í  hönd lesenda að giska á næstu breytingu í stýrivöxtum: En gefum stuðlana 2,0 á 50 punkta stýrivaxtahækkun, 1,5 á 25 punkta hækkun og 2,5 á óbreytta stýrivexti.
Ath: Ekki er um bindandi tilboð um að ræða.
Hver vinnur rauðvínspottinn í þínu fyrirtæki?
Spennan er í algleymi fyrir næsta stýrivaxtafund Seðlabankans. Jafn vel er fylgst með einkalífi Peningastefnumanna á netmiðlum og Justins Biebers. Skilur Seðlabankastjóri klósettsetuna uppi eða niðri? Atferlishagfræðingar- og sálfræðingar Capacent telja mestar líkur á 25 til 50 punkta hækkun ef marka má göngulag og látbragð Seðlabankastjóra frá síðustu stýrivaxtatilkynningu. Auk þess er rétt að hafa eftirfarandi staðreyndir í huga;
i) Seðlabankinn á að vera framsýnn, hagvöxtur var myndarlegur á fyrri helmingi ársins, framleiðsluspenna virðist fara hratt vaxandi,
ii) Kjarasamningar innhéldu launahækkanir sem að mati flestra hagfræðinga munu óhjákvæmilega koma fram í verðlagshækkunum,
iii) Aðhald ríkisfjármála virðist fara minnkandi í samhengi við framleiðsluspennu,
iv) Einn nefndarmanna vildi 75 punkta vaxtahækkun síðast,
v) Þrýstingur á Seðlabankann er mikill um að halda stýrivöxtum óbreyttum, ef bankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum þarf rökstuðningur bankans að vera enn sterkari til að sýna fram á að bankinn hafi ekki látið undan þrýstingi.
Eina sem vinnur á móti stýrivaxtahækkun er gengisstyrking og betri verðbólguhorfur til skamms tíma en eins og áður sagði á bankinn að vera framsýnn. Einnig að verðbólguvæntingar til lengri tíma eru með allra lægsta móti líkt og fjallað var um að framan.
Málamyndatillaga um 25 punkta hækkun? Vel gæti hugsast að bankinn framkvæmi málamyndatillögu um 25 punkta hækkun. 
Skuldabréfamarkaður og stýrivextir

Höfundur