lock search attention facebook home linkedin twittter

07 ágú 2015

Skulda­bréfa­greining Capacent

Seðlabankinn býður til veislu

Í meðfylgjandi skuldabréfagreiningu er meðal annars fjallað um….

Seðlabankinn býður til veislu
Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa er sérstaklega athyglisverð í ljósi peningamarkaðsvaxta og hörðum tón Seðlabankans er varða vaxtahækkanir. Oft felast mikil tækifæri í breytingum, jafnvel þótt um vaxtahækkun sé um að ræða.

Tækifæri í skortsölu ríkisbréfa
Vextir á skuldabréfinu RIKB31 eru 6,5% og ávöxtunarkrafa 6,53%. Uppgjörsgengi (e. dirty price) bréfsins er því 103,11. Framangreint þýðir að ef 1.000.000 kr. að nafnverði eru skortseld í RIKB31 fæst greiðsla sem nemur 1.031.123 kr. Heildargreiðslur af bréfinu nema 2.040.000 kr. en vextir eru 6,5% og sextán vaxtagreiðslur eftir en lokagjalddagi bréfsins er í janúar árið 2031.

Út frá ávöxtunarkröfu RIKB31 eru jafnvægisvextir 4,51% en veðlánavextir nema nú 5,75%
Til að geta staðið undir greiðslum af bréfinu þarf að meðaltali að fá um 4,51% vexti til gjalddaga. Peningamarkaðsvextir til 1 mánaðar eru 5,20% og þurfa því meðalvextir að vera að lágmarki um 70 punktum lægri yfir tímabilið til að spákaupmaður tapi á skortsölu. Útlit er þó fyrir að vextir hækki um 100 punkta eða að peningamarkaðvextir verði um 6,2%, ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Seðlabankans.  Jafnvel þótt 15 ár séu langur tími þá gæti tímabil afnáms gjaldeyrishafta með háum stýrivöxtum varað í nokkuð langan tíma.  Einnig er ekki ólíklegt að einhvern tímann á næstunni hækki ávöxtunarkrafa samfara hressilegri vaxtahækkunum. Uppgjör skortstöðu væri þá fýsilegt. En galli er þó á gjöf Njarðar…..skortsala er dýr og markaðsmyndun mætti vera skilvirkari…

Nú er Snorrabúð stekkur – Grunnur markaður
Breytingar eru æskilegar á skuldabréfamarkaði ef markaðsaðilar ætla að geta tekið við erlendum fjárfestum án þess að markaðurinn fari á hliðina. Samkvæmt heimildum fjármálaráðgjafar Capacent ollu viðskipti erlendra aðila mikilli lækkun á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Fjárhæð viðskiptanna var þó vel innan við 10 ma.kr. og voru viðskiptin yfir nokkra viðskiptadaga.  Í sögulegu samhengi skuldabréfamarkaðar er sú fjárhæð fremur lág.

Vantar allt Malt í markaðsaðila?
Umhugsunarefni er hvort ekki sé kominn tími til að leysa múlinn af fjárfestingarbókum bankanna og liðka fyrir skortsölu, ef innflæði fjármagns erlendra fjárfesta inn á skuldabréfamarkað á ekki að setja vaxtamarkað á hliðina.

Skuldabréfagreining Capacent – Ágúst 2015

Höfundur