lock search attention facebook home linkedin twittter

29 okt 2015

Sjaldan hafa sést viðlíka geng­is­hækk­anir á skulda­bréfa­markaði líkt og síðast­liðinn mánuð

Skuldabréfayfirlit Capacent

Markaðsvextir lægri en stýrivextir
Ekkert lát virðist vera á lækkun ávöxtunarkröfu ríkisbréfa og lækkaði hún um 11 punkta að meðaltali síðastliðna viku og hækkaði gengi bréfanna að meðaltali um 0,57% en gengi lengsta ríkisbréfanna hækkaði þó hlutfallslega mest eða um 1,45%.
Langtíma ríkisskuldabréf hafa hækkað um 6,5% í verði síðastliðinn mánuð
Sjaldan hafa sést viðlíka gengishækkanir á skuldabréfamarkaði líkt og síðastliðinn mánuð. Gengi ríkisskuldabréfa hefur hækkað um 2,67% að meðaltali og lengstu ríkisbréfanna RIKB31 um 6,5%. Út frá framvirka ferli óverðtryggðra bréfa virðast vera tækifæri í kaupum á RIKB22.
Verðtryggð bréf á lygnum sjó
Gengi íbúðabréfa hækkaði um 0,33% síðastliðna viku og 1,56% að meðaltali síðastliðinn mánuð.  Út frá framvirka ferlinum virðist hlutfallsleg verðlagning allra bréfa rétt.
Hvar eru verðbólguvæntingarnar?
Verðbólguvæntingar til 8 ára eru nú 2,81% og eru nú komnar á svipaðar slóðir og um áramótin er þær voru lægstar.
Okkar eigið Símaútboð –Allir mega vera memm
Ávöxtun líkt og á Símabréfum með afslætti:
Í síðasta skuldabréfayfirliti var lagt til að fjárfestar skortseldu RIKB16 og keyptu RIKB31. Frá því að síðasta skuldabréfayfirlit kom út þann 8. október hefur gengi RIKB31 hækkað um 2,3% en gengi RKB16 um 0,1%. Ávöxtun hefur því verið líkt og á hlutabréfum Símans með afslætti.
Hagnaður 204 þús.kr. ávöxtun 168,5%
Í töflu til hliðar má sjá uppgjör samnings þar sem lán er greitt upp m.v. 10 milljón króna samning. Kostnaður láns hefur numið rúmlega 41 þús. kr. en  gengishagnaður á RIKB31 nemur tæplega 245 þús.kr. og hagnaðurinn því 204 þús.kr. Hér er ekki tekið tillit til viðskiptakostnaðar en væntanlegar þóknanir af slíkum samningi nema líklega um 100 þús.kr.  Einnig verður að hafa í huga að engin raunveruleg fjárhæð var lögð fram og því rangt að tala um ávöxtun í fræðilegum skilningi. Hins vegar þarf að leggja fram veð í slíkum viðskiptum og hefði því framangreind ávöxtun endurspeglað ávöxtun veðsins af framangreindum samningi.
Viltu vera memm?
Þeir sem fengu ekki að vera memm í Símaútboðinu geta þó huggað sig við það að þeir geta fengið skuldabréfayfirlit Capacent.
Skuldabréfayfirlit Capacent – Október 3w

Höfundur