lock search attention facebook home linkedin twittter

10 sep 2015

Íslenskt banka­kerfi til fram­tíðar

Nú eru nærri sjö ár liðin síðan forsætisráðherra sagði hin fleygu orð „guð blessi Ísland“ vegna yfirvofandi bankahruns.

Greinar

Árið 2015 stendur bankakerfið traustum fótum, en samkeppni hefur hins vegar sjaldan eða aldrei verið minni. Ástæða þess liggur að hluta til í þeirri miklu stærðarhagkvæmni sem felst í rekstri innlánsstofnana. Á brattann hefur verið að sækja fyrir minni innlánsstofnanir en sparisjóðakerfið sem var enn starfandi eftir bankahrunið á haustmánuðum 2008 hefur að mestu lognast út af.

Margir sjóðir voru nokkuð laskaðir eftir bankahrunið auk þess sem aukið regluverk í kjölfar bankahruns lagðist þungt á minni innlánsstofnanir. Spron, SpKef, Byr, Sparisjóður Vestmanneyja og Afl sparisjóður hafa allir lagt upp laupana og ekki er útséð með Sparisjóð Norðurlands.
Í þessari grein munum við ræða þá veigamiklu spurningu hvort núverandi staða og fákeppni á bankamarkaði sé ásættanleg eða hvort endurskipuleggja þurfi bankakerfið? Og ef já, þá hvernig? Í því sambandi munum við hér að neðan tæpa á endurreisn sparisjóðakerfisins, veikleikum núverandi bankakerfis, hagsmunaárekstrum, hlutverki ríkisins, eignarhaldi bankanna og mögulegri uppskiptingu þeirra.

Hér má lesa greinina í heild sinni.