lock search attention facebook home linkedin twittter

08 okt 2015

Hólm­fríður Anna Martel Ólafs­dóttir til Capacent

Hólmfríður Anna Martel Ólafsdóttir hefur hafið störf hjá Capacent sem ráðgjafi á sviði tölfræðilegra greininga (Analytics).

Hólmfríður er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc í aðferðafræði frá London School of Economics. Hún hefur starfað við tölfræðilega greiningu gagna hjá markaðsrannsókna- og ráðgjafafyrirtækjum í London í rúman áratug.
„Capacent hefur verið brautryðjandi á Íslandi á sviði tölfræðilegra greininga og nær sú ráðgjöf til þriggja þátta í starfsemi fyrirtækja og stofnana, þ.e. neytendahegðun (Customer Analytics), greiningum til að bæta rekstrarákvarðanir (Operational Analytics) og greiningum gegn svikum (Fraud Analytics). Við höfum til dæmis þróað og innleitt greiningarlíkön sem veitt hafa stjórnendum fyrirtækja skýrari sýn á viðskiptavinahópa og bætt ákvarðanir. Við sjáum mikla þróun og vaxandi þörf fyrir ráðgjöf og sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Ingvi Þór Elliðason, framkvæmdastjóri Capacent.
Hjá Capacent starfa um 50 ráðgjafar með víðtæka reynslu úr flestum hliðum atvinnulífsins.  Ráðgjafar Capacent vinna að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra verkefna á sviði stefnumótunar, stjórnunar, ráðninga, rekstrar, fjármála og upplýsingatækni. Capacent er í eigu starfsmanna.

Höfundur