lock search attention facebook home linkedin twittter

26 jún 2015

Grein­ing­ar­þjón­usta Capacent

Fjármálaráðgjöf Capacent býður nú upp á greiningarþjónustu.

Nálgun fjármálaráðgjafar er að greina markaðinn fyrst sem hvert félag starfar á fyrst áður en við sendum út verðmat um hvert félag. Forsendurnar eru lykilþáttur í hverju verðmati og mynda grunninn að niðurstöðunum. Áður en við gáfum út verðmatsskýrslu um fasteignafélögin, gáfum við út skýrslu um fasteignamarkaðinn „Barist við náttúrulögmálin“.
Til að byrja með verður greiningarstarfsemin smá í sniðum og verðið í samræmi við það. Tilgangurinn með útgáfunni er ekki að yfirfylla pósthólfið, fremur munum við einbeita okkur að stærri og færri  greiningum. Stefnan verður tekin á beinskeyttar og djúpar greiningar. Í undirbúningi er útgáfa á vísitölu um stöðu á vinnumarkaði, auk þess sem neysluhegðun („consumer trends”) verður notuð til að dýpka greiningar á markaði.
Meðfylgjandi er samantekt úr verðmatsskýrslu fjármálaráðgjafar Capacent um fasteignafélögin, Eik, Reiti og Reginn.
Fasteignafélög í Kauphöll Íslands (samantekt)
Ef aðilar hafa áhuga á skýrslunni geta þeir sett sig í samband við Snorra (snorri.jakobsson@capacent.is) eða Þröst (throstur.sigurdsson@capacent.is) en skýrslan er hluti af prufuáskrift sem við munum bjóða upp á.

Höfundur