lock search attention facebook home linkedin twittter

30 okt 2015

Fjar­stæðu­kenndar full­yrð­ingar um vinnu­brögð í ráðn­ingum

Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að hjá Capacent er á engan hátt hallað á einstaka hópa umsækjenda sem sækja um störf í gegnum ráðningarþjónustu Capacent.

Á Facebook fer nú eins og eldur í sinu færsla sem á ekki við nokkur rök að styðjast þar sem fullyrt er að einstæðar mæður séu flokkaðar sérstaklega sem hópur sem síður kemur til greina í störf. Hjá Capacent starfar samhentur hópur karla og kvenna sem leggur sig fram við að þjónusta viðskiptavini og umsækjendur á faglegan hátt. Við myndum aldrei viðhafa slík vinnubrögð sem haldið er fram í umræddri Facebook færslu.

Höfundur