lock search attention facebook home linkedin twittter

22 des 2014

Skulda­bréfayf­irlit Capacent

Að mati fjármálaráðgjafar Capacent  er kauptækifæri til skamms tíma í RIKB25 og er bréfið undir verðlagt m.t.t. annarra óverðtryggðra ríkisbréfa, einnig eru RIKB20 og RIKB22 heldur dýr.

Til lengri tíma mælum við  með íbúðabréfunum HFF24 og HFF34 en markaðurinn er að undirverðleggja verðtryggð skuldabréf til millilangs tíma og hefur ávöxtunarkrafa þeirra verið nær óbreytt síðustu mánuði þrátt fyrir 75 punkta eða 0,75% vaxtalækkun.

Kerfisbundið ofmat á verðbólguvæntingum
Verðbólguálag er ekki það sama og verðbólguvæntingar! Oft er sett samasemmerki milli verðbólguálags og verðbólguvæntinga, það er þó ekki alveg fyllilega rétt en verðbólguálag samanstendur af verðbólguvæntingum og verðbólguáhættu (risk premium). Verðbólguáhættan er leidd út úr Fisher-jöfnunni og lesa má um einkenni og eiginleika verðbólguálags í grein Zvi Bodi „Inflation Insurance”. Ekki ætti tilvist verðbólguáhættu inn í verðbólguálagi að koma á óvart en töluverð óvissa fylgir um framþróun verðbólgu og eru flestir fjárfestar tilbúnir til að greiða nokkuð fyrir það öryggi sem fylgir verðtryggingu og greiða því nokkuð umfram verð fyrir verðtryggð bréf. Nokkrum erfiðleikum er bundið að leggja mat á þetta umfram verð eða verðbólguáhættu. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta verðbólguáhættu í Bandaríkjunum og er matið misjafnt eftir tímalengd og á hvaða tímabili það er metið. Söguleg verðbólguáhætta til 10 ára í Bandaríkjum var á tímabilinu frá 1960 til 1997 að meðaltali um 0,5% en bilið er þó breitt og sveiflaðist milli 0,2% til 1,6% milli einstakra ára á tímabilinu.

Raunverulegar verðbólguvæntingar á markaði 1,3 til 2%
Fjármálaráðgjöf Capacent lagði gróft mat á framangreinda verðbólguáhættu á Íslandi. Verðbólguáhættan er fengin með því að verðleggja framvirka verðbólgu og kauprétt verðtryggingar. Kaupréttur verðtryggingar er fenginn út frá Black-Scholes líkaninu. Matið gaf að verðbólguáhætta liggur á bilinu 0,86 til 0,96% og að verðbólguvæntingar liggi á bilinu 1,39 til 1,96%. Verðbólguáhætta eykst með flökti vísitölu neysluverðs. Notað var 5 ára flökt vísitölu neysluverðs. Ef litið er til lengri tíma t.d. 20 ára eykst flöktið og verðbólguáhætta, ef litið er til 2 ára minnkar flöktið verðbólguáhætta. Á mynd 6 má sjá verðbólguáhættu og verðbólguvæntingar til mislangs tíma.
Sjá Skuldabréfayfirlit Capacent í heild sinni hér

Höfundur