lock search attention facebook home linkedin twittter

15 jan 2014

Ráðstefna Capacent: Helgun – Hjartað í mannauðs­málum

Helgun starfsmanna eða „Engagement“ er ein helsta grunnstoð mannauðsmála. Wilmar Schaufeli, prófessor við Utrecht-háskóla og einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði helgunar er aðalfyrirlesari á ráðstefnu Capacent á Grand Hótel þann 5. febrúar næstkomandi.  

Á ráðstefnunni verður rætt um helgun, kulnun og vinnufíkn og kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar Capacent á þessum þáttum á íslenskum vinnumarkaði.
Dagskrá:

Kl. 08:30 – 09:00
Morgunverður

Kl. 09:00 – 09:10

Fundarstjóri setur ráðstefnuna

Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent

Kl. 09:10 – 09:40

Niðurstöður úr nýrri rannsókn Capacent, tengsl Q12 og UWES

(Utrecht Work Engagement Scale)
Tómas Bjarnason, rannsóknarstjóri Capacent

Kl. 09:40 – 10:00
Hvað er vinnufíkn og hvernig tengist hún kulnun?
Hildur Jóna Bergþórsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent

Kl. 10:00 – 11:00
Mikilvægi helgunar starfsmanna frá sjónarhorni
vinnuveitanda og starfsmanna
Wilmar Schaufeli, prófessor í vinnusálfræði við háskólann í Utrecht í Hollandi

Kl. 11:00 – 11:30
Panelumræður undir stjórn Jakobínu Hólmfríðar Árnadóttur

Kl. 11:30
Ráðstefnulok

Hvenær: Miðvikudaginn 5. febrúar
Hvar: Grand Hótel, Gullteigur
Tími: 08:30-11:30
Verð: 7.900 kr.

Hildur Jóna Bergþórsdóttir er sérfræðingur á sviði starfsmannarannsókna hjá Capacent. Hún er löggiltur sálfræðingur með Cand.psych próf frá Háskólanum í Árósum.
Jakobína Hólmfríður Árnadóttir er sérfræðingur á sviði starfsmannarannsókna hjá Capacent. Hún er með M.Sc. gráðu í heilsusálfræði auk diplóma í mannauðsstjórnun.
Tómas Bjarnason er sviðsstjóri starfsmannarannsókna og rannsóknarstjóri Capacent. Hann er með Ph.D. í félagsfræði.
Wilmar Schaufeli er prófessor í vinnusálfræði við háskólann í Utrecht í Hollandi þar sem hann kennir Vinnuheilsu-sálfræði (Occupational Health Psychology). Schaufeli er meðal þekktustu sérfræðinga í Evrópu á sviði helgunar starfsmanna (engagement), og hefur unnið við rannsóknir tengdar helgun, kulnun (burnout) og vinnufíkn (workaholism) síðustu áratugi. Hægt er að lesa um rannsóknir Schaufeli á (http://www.wilmarschaufeli.nl/)

Hægt er að skrá þátttöku með því að smella á linkinn hér fyrir neðan
Skráning

Höfundur