lock search attention facebook home linkedin twittter

13 maí 2013

Forskot eftir Þórð Sverr­isson

Út er komin bókin Forskot eftir Þórð Sverrisson. Forskot er fyrsta íslenska bókin sem tekur á heildstæðan hátt á lykil viðfangsefnum í stjórnun fyrirtækja þ.e. stefnumótun og framtíðarsýn, skipulagi og stjórnun, og margvíslegum viðfangsefnum í markaðsstarfi.

Út er komin bókin Forskot eftir Þórð Sverrisson. Forskot er fyrsta íslenska bókin sem tekur á heildstæðan hátt á lykil viðfangsefnum í stjórnun fyrirtækja þ.e. stefnumótun og framtíðarsýn, skipulagi og stjórnun, og margvíslegum viðfangsefnum í markaðsstarfi.
Efni bókarinnar byggir á einstöku líkani – Markaðshringnum -  sem dregur fram kjarna málsins og innbyrðis tengsl þeirra verkefna sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að skilja og vinna út frá.
Þó að viðfangsefni fyrirtækja um allan heim séu að einhverju leiti áþekkt er ljóst að íslenskir stjórnendur þurfa að hugsa út frá íslenskum veruleika, íslenskri menningu og íslenskum aðstæðum. Bókin er skrifuð með þær aðstæður í huga og inniheldur mikinn fjölda dæma sem varpa ljósi á hugsun og niðurstöður. Ekki síst er bókin sett fram á hagnýtan hátt þar sem skoðun höfundar er með reglulegu millibili dregin saman í skýrar niðurstöður til að vinna með innan fyrirtækjanna.
Þórður er með reynslumestu sérfræðingum Íslands á sviði stefnumótunar og markaðsmála. Hann hefur undanfarin ár starfað sem ráðgjafi í stefnumótun, stjórnun og markaðsmálum og hópstjóri í stefnumótunarhópi Capacent. Samhliða ráðgjafarvinnu hefur Þórður verið virkur í miðlun fræðslu á sínu sviði m.a. með skrifum í blöð og námskeiðahaldi og undanfarin 9 ár hefur Þórður verið aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Þórður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hélt síðan til Kaupmannahafnar í meistaranám við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar. Áherslan í náminu var á stefnumótun, markaðsmál og þjónustu. Að loknu námi hóf Þórður störf í Verslunarbankanum sem markaðsstjóri fram að sameiningu þeirra fjögurra banka sem mynduðu Íslandsbanka. Var Þórður fyrsti markaðsstjóri Íslandsbanka allt fram til ársins 1995 þegar hann stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Forskot.
Þórður hefur verið ráðgjafi á sínu sviði í 17 ár og unnið fyrir hundruð ólíkra fyrirtækja.

Höfundur