lock search attention facebook home linkedin twittter

13 sep 2013

Capacent umboðs­aðili QlikView á Íslandi

Capacent hefur tekið yfir leyfi IMIS á Íslandi til þess að selja og þjónusta QlikView hugbúnaðinn frá QlikTech.

Capacent hefur tekið yfir leyfi IMIS á Íslandi til þess að selja og þjónusta QlikView hugbúnaðinn frá QlikTech. 

QlikView er hugbúnaður fyrir stjórnendaupplýsingar sem gerir notendum  kleift að safna saman gögnum frá mörgum mismunandi upplýsingakerfum og skoða á einfaldan og skiljanlegan hátt. Um 30.000 fyrirtæki um allan heim eru að nýta sér QlikView til að varpa ljósi á lykilmælikvarða og greina gögn.

QlikView er leiðandi á sviði Business Intelligence hugbúnaðar í dag og  hefur QlikView að mati  sérfræðinga Gartner verið brautryðjandi í heiminum þegar kemur að framsetningu  stjórnendaupplýsinga. 

Samhliða því að taka við leyfi sem umboðsaðili QlikView á Íslandi hefur Capacent ráðið til sín tvo nýja starfsmenn sem munu  sinna QlikView ráðgjöf ásamt öðrum ráðgjöfum Capacent á sviði stjórnendaupplýsinga. 

Grétar Árnason hefur starfað á sviði  viðskiptagreindar   undanfarin 9 ár og hefur því  mikla þekkingu og reynslu og þekkingu á því sviði.  Síðasta hálfa árið var Grétar starfsmaður IMIS og sinnti QlikView eingöngu.

Viktor Elvar Viktorsson starfaði síðast sem sviðsstjóri  rekstrarsviðs  VR og hefur haft yfirumsjón með tölvukerfi VR undanfarin 5 ár.  Viktor hefur verið notandi QlikView hugbúnaðarins undanfarin 2 ár sem stjórnandi hjá VR.  Aðrir samstarfsaðilar Capacent á sviði stjórnendaupplýsinga eru IBM (Cognos) og Microsoft.

Þó nokkur fyrirtæki á Íslandi hafa á undanförnum árum kosið að nota QlikView, meðal þeirra eru:  Reykjavíkurborg, Bláa Lónið, Nova, VR og Samskip.

Sjá nánar á:

http://www.qlikview.com/us

Höfundur