lock search attention facebook home linkedin twittter

22 maí 2013

Capacent er IBM Premier Business Partner

Bandaríska fyrirtækið IBM, sem er leiðandi á sviði viðskiptahugbúnaðar, hefur gefið Capacent vottun sem IBM Premier Business Partner, en það er æðsta vottun sem samstarfsaðilar IBM geta hlotið.

Bandaríska fyrirtækið IBM, sem er leiðandi á sviði viðskiptahugbúnaðar, hefur gefið Capacent vottun sem IBM Premier Business Partner, en það er æðsta vottun sem samstarfsaðilar IBM geta hlotið.

Capacent hefur átt farsælt samstarf við IBM um margra ára skeið og m.a. verið stærsti aðilinn í sölu og þjónustu Cognos-viðskiptahugbúnaðar á Íslandi. Þá hefur Capacent verið endursöluaðili fyrir tölfræðihugbúnaðinn SPSS á Íslandi undanfarin ár.

IBM og Capacent hafa einnig átt samstarf varðandi þróun analytics og Big Data-lausna fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.

„Þessi ákvörðun IBM er mikill heiður fyrir Capacent og viðurkenning á þekkingu og færni okkar sérfræðinga,“ segir Ingvi Þór Elliðason, forstjóri Capacent.

Þess má geta að IBM birti í síðustu viku frásögn af verkefni sem Capacent vann fyrir Distica og fólst í þróun og innleiðingu á svokallaðri umbjóðendagátt þar sem byggt var á hugbúnaðarlausnum frá IBM Cognos.

Greinina á  heimasíðu IBM má nálgast hér:

http://www-01.ibm.com/software/success/cssdb.nsf/CS/STRD-97PHZB

Höfundur