lock search attention facebook home linkedin twittter

21 okt 2013

Capacent endur­sölu­aðili Yell­owfin

Capacent hefur gerst endursöluaðili ástralska hugbúnaðarfyrirtækisins Yellowfin á Íslandi en það sérhæfir sig í stjórnendaupplýsingum.

Capacent hefur gerst endursöluaðili  ástralska hugbúnaðarfyrirtækisins Yellowfin á Íslandi en það  sérhæfir sig í stjórnendaupplýsingum. Yellowfin hugbúnaðurinn sækir gögn í fyrirliggjandi gagnagrunna fyrirtækja og stofnana, greinir þær og birtir skýrslur á myndrænan og notendavænan hátt.

Allt umhverfi Yellowfin er á vefnum og er einfalt í uppsetningu og viðhaldi.  Kerfið er með innbyggðan „mobile“-aðgang og er hægt að skoða skýrslurnar jafnt á tölvum, spjaldtölvum sem og snjallsímum. Hugbúnaðurinn hefur fengið frábæra dóma bæði notenda og úttektaraðila síðustu ár.

Notendur kerfisins geta með einföldum hætti búið til sínar eigin skýrslur og mælaborð, stofnað umræðuþræði um verkefni og skipst á skoðunum.

Einn helsti kostur Yellowfin er að ekki þarf að ráðast í kostnaðarsama fjárfestingu heldur er hugbúnaðurinn leigður til eins árs í senn og er því mjög hagkvæm lausn. Yellowfin getur m.a. lagst ofan á Microsoft-teninga og tengst öllum helstu gagnagrunnum.

Á dögunum undirritaði Askja samning um notkun Yellowfin-hugbúnaðar og varð þar með fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að nýta kosti hugbúnaðarins.

„Capacent hefur ávallt lagt áherslu á að veita óháða ráðgjöf og bjóða viðskiptavinum sínum þær lausnir sem henta  best þörfum þeirra og rekstri óháð kerfum. Með samningi okkar við Yellowfin erum við að bæta við hagkvæmum og notendavænum kosti sem við munum nýta til að styðja við ráðgjöf okkar og sérfræðiþekkingu,“ segir Hafliði Sævarsson, partner hjá Capacent.

Höfundur