lock search attention facebook home linkedin twittter

Stenst stjórnun veltu­fjár­muna hjá íslenskum fyrir­tækjum erlendan saman­burð?

18. maí. 2017 kl. 08:30

Stjórnun veltufjár hefur bein áhrif á virði fyrirtækis. Í sinni einföldustu mynd má lækka veltufé með því að draga úr birgðum, flýta greiðslum frá viðskiptavinum og seinka greiðslum til birgja. Aukin skilvirkni dregur úr kostnaði og fjárbindingu en markmiðið er ekki síður að byggja upp eftirspurn og auka tekjur.

Capacent hefur á undanförnum árum aðstoðað um 300 viðskiptavini á Norðurlöndunum við stjórnun veltufjár. Fjárhagslegur ávinningur af þessum verkefnum hefur verið mikill.

Magnus Östlund, Edvard Björkenheim og Ingvi Þór Elliðason munu draga upp mynd af þeim tækifærum sem eru til staðar varðandi skilvirka stjórnun veltufjár og útskýra hvað þau fyrirtæki sem ná bestum árangri eigi sameiginlegt og hvaða aðferðum er beitt í svona verkefnum.

Magnus Östlund hjá Capacent í Stokkhólmi hefur 25 ára reynslu sem ráðgjafi með rekstrarumbætur og stjórnun veltufjár sem sérsvið. Hann hefur leitt alþjóðleg veltufjárverkefni fyrir viðskiptavini á borð við ABB, Ericsson, Sandvik, SAAB, Volvo og Whirlpool.

Edvard Björkenheim er forstjóri Capacent og hefur víðtæka reynslu af stjórnun veltufjárverkefna.

Ingvi Þór Elliðason er ráðgjafi hjá Capacent á sviði rekstrar og fjármála. Hann var áður framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Capacent, Ármúla 13. Húsið opnar kl. 8:00 og áætlað er að fundurinn standi frá kl. 8:30 – 9:50. Allir áhugasamir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent

Valdar glærur frá fundinum