lock search attention facebook home linkedin twittter

Síðdeg­is­fundur Capacent á Akur­eyri

08. jún. 2017 kl. 16:00

Ráðgjafar Capacent bjóða stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi hjartanlega velkomna á síðdegisfund á Akureyri fimmtudaginn 8. júní. Flutt verða stutt erindi og fundinum lýkur með kokteilboði.

Dagskrá:

Kl. 16:00  Húsið opnar

Kl. 16:15  Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent býður gesti velkomna.

Kl. 16:25  Viltu frelsa peningana? Stjórnun veltufjár og samspil aðila í aðfangakeðjunni. Sigurður Hjalti Kristjánsson, ráðgjafi.

Markaðsaðstæður á Íslandi eru að breytast hratt með innkomu alþjóðlegra risa og aukinni samkeppni við netverslun. Betri stjórnun veltufjár hefur bein áhrif á virði fyrirtækis, skilar því meira lausafé og eykur getuna til að takast á við samkeppnina. Capacent hefur aðstoðað um 300 viðskiptavini á Norðurlöndunum við stjórnun veltufjár þar sem fjárhagslegur ávinningur verkefnanna hefur verið mikill. Í erindinu fjallar Sigurður um mikilvægi veltufjár, tengir það við hagnaðarmyndun og fjallar um samspil aðila í aðfangakeðju fyrirtækja. Hann velur matvörumarkaðinn sem umfjöllunarefni og ber frammistöðu okkar saman við nágrannalöndin.

Kl. 16:45  Nýjar áherslur í stjórnun frammistöðu. Gunnar Haugen, ráðgjafi.

Góð frammistaða starfsfólks í starfi getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja. Undanfarin misseri hafa áherslur fyrirtækja í frammistöðumati tekið miklum stakkaskiptum. Í erindi sínu fer Gunnar Haugen yfir helstu breytingarnar sem hafa átt sér stað og þau mikilvægu áhrif sem þær geta haft á frammistöðu, líðan og árangur einstaklinga og fyrirtækja.

Kl. 17:10  Er viðskiptavinurinn rokkstjarnan í þínu fyrirtæki? Um aðferðafræði Design Thinking í stefnumótun með áherslu á upplifun viðskiptavina. Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi.

Í dag er upplifun viðskiptavina gríðarlega mikilvæg og nýsköpun byggð á upplifun þeirra oftar en ekki það sem skilur á milli í samkeppninni. Mikilvægt er að vera við stjórnvölinn með skýra stefnu sem fylgt er eftir; stefnu þar sem viðskiptavinurinn er rokkstjarnan!

 

Fund­urinn verður haldinn í Lions salnum, Skipagötu 14, 4. hæð. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir!

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent.