lock search attention facebook home linkedin twittter

Morg­un­verð­ar­fundur á Akur­eyri

17. okt. 2017 kl. 09:00

Við vekjum athygli á morgunverðafundi sem haldinn verður á Akureyri þriðjudaginn 17. október frá kl. 9:00 til 9:40.

Á fundinum verður fjallað um undirbúning jafnlaunavottunar og hvernig þjónustustigi er best viðhaldið.

Undirbúningur jafnlaunavottunar

Á næstu árum ber öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri að þróa jafnlaunaáætlun til að hljóta jafnlaunavottun. Capacent er leiðandi í ráðgjöf í launamálum og styður fyrirtæki á vegferðinni til jafnlaunavottunar. Fjallað verður um hvernig fyrirtæki geta undirbúið sig undir þær kröfur sem nú eru á þeim að búa til jafnlaunaáætlun og hljóta jafnlaunavottun. Einnig verður tæpt á ávinningi þess að fara í slíka vinnu sem allra fyrst.

Að viðhalda þjónustustigi

Þjónustufyrirtæki hafa jafnan hraða starfsmannaveltu, óreglulegan opnunartíma og sveiflukennt álag. Til að viðhalda þjónustustigi, ánægju viðskiptavina sem og starfsmanna þarf að skipuleggja vel ráðningar, þjálfun og eftirfylgni.

Aðgangur er ókeypis en fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið lisbet.hannesdottir@capacent.is.