lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­úr­skar­andi þjón­usta í opin­bera geir­anum með aðferða­fræði Design Thinking

08. des. 2016 kl. 08:30

Þjónusta er undirstaða og tilgangur flestra opinberra fyrirtækja og stofnana. Undanfarið hefur aðferðafræði Design Thinking orðið afar vinsæl leið til þess að bæta þjónustu með hagsmuni notenda að leiðarljósi.

Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent, hefur beitt aðferðafræðinni við stefnumótun og endurhönnun þjónustu í fyrirtækjum og stofnunum. Á morgunverðarfundinum kynnir hún hvernig aðferðafræðin er notuð í umhverfi opinberra stofnanna og hvernig hún gagnast við að bæta þjónustu – öllum aðilum til hagsbóta.

Í kjölfarið mun Gunnar Haugen fjalla um hvernig hægt er að hafa áhrif á hegðun starfsfólks við þjónustuveitingu og mikilvægi liðsheildar og stjórnenda í verkefninu.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Capacent, Ármúla 13. Húsið opnar kl. 8:00 og áætlað er að fundurinn standi frá kl. 8:30 – 9:30. Allir áhugasamir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent