lock search attention facebook home linkedin twittter

Samstarf góðra teyma

01. des. 2016 kl. 08:30

Undanfarin ár hefur vinna í teymum orðið æ stærri þáttur í lausn verkefna og þegar verið er að þjóna viðskiptavinum.

Mikilvægi góðrar samvinnu er óumdeilt og skiptir miklu fyrir árangur fyrirtækja og stofnana. Þar sem teymi starfa vel saman hefur verið sýnt að þjónusta er skilvirkari, gæði eru betri, starfsmannavelta minni og ákvarðanataka fljótari.

Á morgunverðarfundinum kynna Ása Karín Hólm Bjarnadóttir og Gunnar Haugen þá þætti sem einkenna samstarf góðra teyma og líkan af einkennum þeirra og fjalla um nokkrar aðferðir til að leggja mat á gæði samskipta og samsetningu teyma:

  • Hvað einkennir góð teymi.
  • Hvernig eru góð teymi búin til.
  • Hvernig eru styrkleikar og veikleikar teyma metnir.
  • Hvaða hegðun gerir teymi góð.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Capacent, Ármúla 13. Húsið opnar kl. 8:00 og áætlað er að fundurinn standi frá kl. 8:30 – 9:30. Allir áhugasamir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent

 

Glærur frá morgunverðarfundinum