lock search attention facebook home linkedin twittter

Jafn­rétt­is­vísir Capacent kynntur í Björtu­loftum í Hörpu

30. nóv. 2017 kl. 17:00

Capacent býður til viðburðar þar sem verkefnið Jafnréttisvísir Capacent verður kynnt formlega í Björtuloftum í Hörpu, fimmtudaginn 30. nóvember kl. 17:00.

Jafnréttisvísir Capacent er verkfæri fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál og móta skýr markmið í framhaldinu.

Með beitingu Jafnréttisvísins er  tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna og eru fyrirstaða þess að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrirtækja til jafns á við karla.

Fyrstu fyrirtækin sem tekið hafa þátt í verkefninu, Landsvirkjun og TM fá afhenda viðurkenningu og forstjórar fyrirtækjanna munu deila reynslu sinni af Jafnréttisvísinum og þeim áhrifum sem hann hefur haft.

  • Íslenskt atvinnulíf og staða kvenna
    Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs.
  • Jafnréttisvísir Capacent
    Þórey Vilhjálmsdóttir og Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafar Capacent.
  • Jafnréttisvísir í verki
    Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Viðarsson, forstjóri TM og Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs.

Fundarstjóri er Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent.

Hlökkum til að sjá þig,
Ráðgjafar Capacent