lock search attention facebook home linkedin twittter

Heil­brigði gagna í opin­berum rekstri

28. feb. 2017 kl. 08:30

Þar munu helstu sérfræðingar Qlik hugbúnaðarins fara yfir hvernig myndræn framsetning upplýsinga í opinbera geiranum skilar sér í betri nýtingu á almannafé og nýjum sóknartækifærum til hagræðingar.

Meðal fyrirlesara er David Bolton en hann er framkvæmdastjóri tæknilausna fyrir heilbrigðiskerfi og opinbera geirann hjá Qlik. Hann hefur komið að fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum fyrir heilbrigðiskerfi, heilbrigðisstofnanir, ríkisstjórnir, sveitarfélög og aðrar opinberar stofnanir. Mun hann sýna árangur af þeim verkefnum og hvernig framsetning í Qlik hefur gefið einstaka innsýn í áður óþekkta sögu sem gögn geta sagt okkur.

Þá verður sýnt hvernig Qlik hugbúnaðarlausnir hafa nýst í opinberum rekstri hér á landi, bæði til innri og ytri upplýsingagjafar.

Hvar: Silfurbergi, Hörpu. Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 08:30 – 12:00

Dagskrá:

08:30 – 08:55  Morgunhressing

09:00 – 09:10  Fundur settur
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent

09:10 – 10:00  Óunnin gögn til heilbrigðra ákvarðana
David Bolton, Qlik

10:00 – 10:20  Framtíð viðskiptagreindar
Símon Þorleifsson, Capacent

10:20 – 10:40  Kaffihlé

10:40 – 11:20  Ferðalag um Reykjavík
Hörður Hilmarsson, Reykjavíkurborg og Grétar Árnason, Capacent

11:20 – 11:55  Látum gögn segja okkur sögu
Hrafnhildur G. Peiser, Capacent og Dóróthea Jónsdóttir, Sjúkrahúsinu á Akureyri

11:55 – 12:00  Fundarslit
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent

Qlik er eitt framsæknasta fyrirtæki á sviði viðskiptagreindar og hafa lausnir þess náð mikilli útbreiðslu á heimsvísu. Capacent er sölu- og þjónustuaðili fyrir Qlik á Íslandi.

Viðburðurinn verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu og eru allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent

 

Fundargögn

Reynslusaga Neyðarþjónustunnar í Uppsala