lock search attention facebook home linkedin twittter

Fyrir­lestur á Lean Ísland

06. apr. 2016 kl. 13:00

Það fjölgar stöðugt þeim fyrirtækjum og stofnunum sem vilja tileinka sér Lean hugmyndafræði og aðferðir til að bæta sinn rekstur. Lean beinir sjónum fyrst og fremst að virðissköpun skipulagsheildarinnar eða því virði sem hún skapar fyrir viðskiptavini sína. Stoðdeild eins og mannauðsteymi getur þó átt ríkulegan þátt í góðum árangri við innleiðinguna og getur að sama skapi torveldað hana.

Steinþór Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent fjallar um mögulegan þátt mannauðsteymisins í Lean innleiðingum á Lean Ísland þann 6. apríl nk. Þar byggir hann á 18 ára reynslu af mannauðsmálum í margvíslegu samhengi, um það bil 10 ára reynslu af Lean innleiðingum í nýjum álverksmiðjum og vinnu sem ráðgjafi með íslenskum fyrirtækjum í Lean vegferðum.

Í erindi sínu fjallar Steinþór um hvernig mannauðssérfræðingar geta aukið líkurnar á farsælli innleiðingu á Lean. Lykillinn að árangri getur m.a. legið í glöggum skilningi á hugmyndafræðinni, auknum fókus á kjarnastarfsemi skipulagsheildarinnar og skynsamlegri notkun á Lean aðferðum innan mannauðsdeildarinnar. Mannauðssérfræðingar þurfa einnig að gefa því sérstakan gaum hvernig aðferðir og ferli mannauðsdeildarinnar styðja eða styðja ekki við uppbyggingu Lean menningar.

Nánari upplýsingar