lock search attention facebook home linkedin twittter

Samþætting gagna og viðskipta­greind

24. jan. 2017 kl. 14:00

Capacent býður til síðdegisfundar þar sem Donald Farmer, fyrrum stjórnandi vöruþróunar hjá Qlik, og ráðgjafar Capacent fara yfir samþættingu gagna, viðskiptagreindartól og framtíðarsýn á sviði viðskiptagreindar.

Donald Farmer sýnir gestum hvernig hægt er að nýta TimeXtender lausnina á skilvirkan hátt í viðskiptagreindartólum eins og Qlik og Power BI.

TimeXtender er gagnasamþættingarlausn sem Capacent nýtir til skilgreiningar, uppbyggingar og viðhalds á gögnum og vöruhúsum gagna. Með því er hægt að lágmarka kostnað við uppbyggingu þeirra og hámarka gæði gagna hjá fyrirtækjum. Á síðdegisfundinum verður farið yfir skilvirkar aðferðir við úrvinnslu, samhæfingu og samstillingu hrárra gagna til að einfalda framsetningu á nýstárlegan hátt.

Hvar: Ármúla 13, 108 Reykjavík (húsnæði Capacent)
Hvenær: Þriðjudaginn 24. janúar kl. 14 – 17

Dagskrá:

14:00 – 14:10  Fundur settur  //  Símon Þorleifsson, Capacent
14:10 – 15:10   Future of integrating data and BI solutions  //  Donald Farmer
15:10 – 15:30   Kaffihlé
15:30 – 16:00  TimeXtender – as the tool for preparing data  //  Carl-Gustav von Schimmelmann
16:00 – 16:25  TimeXtender and BI tools, Qlik and Power BI demonstration using TimeXtender  //  Grétar Árnason og Bjarki Kristjánsson, Capacent
16:25 – 16:30   Fundarslit  //   Símon Þorleifsson, Capacent
16:30 – 17:00  Móttaka

Qlik er eitt framsæknasta fyrirtæki á sviði viðskiptagreindar og hafa lausnir þess náð mikilli útbreiðslu á heimsvísu. Qlik keypti nýverið Datamarket sem hefur mikla þýðingu fyrir notendur Qlik lausnanna. Capacent er sölu- og þjónustuaðili fyrir Qlik á Íslandi. Capacent er Microsoft Gold Partner sem setur áherslu á ráðgjöf tengda stjórnendaupplýsingum sem nýta nýjungar og tækni Microsoft lausna. Capacent hefur víðtæka þekkingu og reynslu í framsetningu á stjórnendaupplýsingum með hjálp Power BI.

Donald Farmer former Vice President of Product Management for QlikTech, the leading vendor in the emerging field of “Business Discovery,” a user-driven approach to business intelligence and interactive data analysis.  Donald is an internationally respected speaker and writer in the field of Business Intelligence, with over 25 years experience in data management and analysis. He has applied his knowledge in fields as diverse as medieval archaeology and fish-farming. Before joining QlikTech, Donald was a leader of the Microsoft Business Intelligence team, working on new products for ETL, predictive analytics and OLAP.   An author of several books and many articles, Donald is also a guest professor at Southwestern University in Chongqing, China.  He is married to Alison, an artist, and lives in an experimental woodland house near Seattle.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Capacent, Ármúla 13 og eru allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent