lock search attention facebook home linkedin twittter

Félag kvenna í atvinnu­rekstri

20. okt. 2016 kl. 17:00

Capacent og fræðslunefnd FKA býður félagskonum FKA til fræðslufundar í húsakynnum Capacent, fimmtudaginn 20. október frá kl. 17-19. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Efni fundarins verður Design Thinking og trend – aðferðir til að tryggja samkeppnishæfni. Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent, flytur erindið.

Í síbreytilegu umhverfi er mikilvægt að einblína á það sem skiptir mestu máli – viðskiptavininn.  Með því að fylgjast með straumum og stefnum –  breytingum á viðhorfum, hegðun og væntingum neytenda allsstaðar í heiminum verða fyrirtæki betur í stakk búin til að standast væntingar og veita góða þjónustu.

Í Design Thinking eru skapandi og stefnumótandi aðferðir notaðar til að auka samkeppnishæfni, ýta undir nýsköpun og viðhalda sífelldri þróun fyrirtækja.

Áhersla Design Thinking er á samkennd með viðskiptavini eða notendaþjónustu þar sem ýmsar aðferðir, svo sem greining ferðalags viðskiptavina (e. Customer Journey Map), eru notaðar til að finna áskoranir og bæta þjónustu.

Hlökkum til að sjá ykkur
Ráðgjafar Capacent