lock search attention facebook home linkedin twittter

Birgða­stýring og upplýs­inga­gátt Distica

17. mar. 2016 kl. 08:30

Á morgunverðarfundinum verður farið yfir hvernig Veritas hefur straumlínulagað birgðastýringu sína og beitt Cognos viðskiptagreind til að ná frábærum árangri í samstarfi við Capacent. Guðmundur Árni Árnason deildarstjóri hjá Distica og Sigurður Hjalti Kristjánsson ráðgjafi hjá Capacent segja frá umbótum á birgðastýringu fyrirtækjanna og hvernig Distica hefur þróað upplýsingagátt sem nýtist ólíkum hagsmunaðailum sem starfa í þessari aðfangakeðju.

Veritas í Garðabæ er móðurfélag fyrirtækja sem starfa á heilbrigðismarkaði á Íslandi og dótturfélagið Distica sérhæfir sig í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu lyfja og heilbrigðisvara.

Cognos frá IBM verður í brennidepli, en IBM hefur um árabil verið í farabroddi í þróun og nýtingu upplýsingatækni fyrir fyrirtæki um allan heim. Cognos er svíta lausna sem styður við ferlið frá stefnumótun og áætlanagerð til greiningar og miðlunar upplýsinga til hagsmunanaðila með skýrslum, stjórnborðum og skorkortum. Með tilkomu Cognos Express er orðið hagkvæmara fyrir minni fyrirtæki að innleiða þessa öflugu viðskiptagreind sem stór alþjóðleg fyrirtæki hafa nýtt sér til hagsbóta undanfarin ár.

Ennfremur verður farið yfir athyglisverðar nýjungar frá IBM þar sem aukin áhersla á sjálfsþjónustu og grafíska framsetningu eru í fyrirrúmi.

Fundurinn verður í húsnæði Capacent, Ármúla 13, fimmtudaginn 17. mars kl. 8:30-9:30.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt að skrá mætingu.