lock search attention facebook home linkedin twittter

Bætt velferð með Qlik – nýjungar og tæki­færi

25. feb. 2016 kl. 08:30

Nútíma stjórnendur gera kröfur um yfirsýn og möguleika til að greina upplýsingar á einfaldan hátt. Á morgunverðarfundinum verður farið yfir hvernig er hægt að standa að slíkri uppbygginu og hvaða leiðir/möguleikar eru í boði.

Sérstakur fókus verður á lausnir frá Qlik en Qlik er eitt framsæknasta fyrirtækið á sviði viðskiptagreindar og hafa lausnir þess náð mikilli útbreiðslu á heimsvísu. Qlik keypti Datamarket á síðasta ári og hafa kaupin mikla þýðingu fyrir notendur Qlik lausnanna.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Velferðarráðuneytinu mun kynna árangursríka notkun á Qlik lausnum og hvað þarf að hafa í huga við greiningu gagna og framsetningu. Ráðuneytið hefur innleitt Qlik í sinni starfsemi, þar sem aðgengi og öryggismál skipta miklu máli.

Að lokum verða ýmsar spennandi nýjungar kynntar eins og notkun korta við framsetningu gagna, þróunarumhverfið og samþætting við MS. Excel á nýstárlegan hátt.

Morgunverðarfundurinn verður haldinn í húsakynnum Capacent, Ármúla 13. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Ráðgjafar Capacent